Þjónar óskast

Home / Classified Ad / Þjónar óskast

Þjónar óskast


More Information

Viltu starfa á spennandi veitingastað í hjarta borgarinnar og hefur þú metnað til að veita afburða þjónustu?

Ef svo er, áttu heima hjá okkur. Við leitum að jákvæðum og brosmildum þjóni til starfa hjá okkur á veitingastöðum Center Hotels. Um er að ræða almenna þjónustu á bar og í sal ásamt því að sjá um uppgjör og frágang.

Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi þjónustulund, góðri færni í mannlegum samskiptum og hafa metnað í starfi. Við leitum að starfsmanni sem getur unnið eftir gildum okkar sem eru þjónusta, heiðarleiki og jákvæðni. Ensku- og íslenskukunnátta eru skilyrði, en þekking á öðrum tungumálum væri mikill kostur.

Viðkomandi þarf að geta hafið sörf sem allra fyrst.  Umsóknir óskast sendar á [email protected] merktar "Þjónn".