Fjölmargir nota smáauglýsingavef veitingageirans daglega og eru allar auglýsingar þeim að kostnaðarlausu. Auglýsingar sem birtast á smáauglýsingavef veitingageirans eru í birtingu í 30 daga. Að þeim tíma loknum er auglýsandanum sendur tölvupóstur þar sem honum er boðið að framlengja birtingu aðeins með einum músarsmelli.
Facebook hópurinn Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Allar smáauglýsingar hér á vefnum birtast einnig í facebook hópnum. Á hverjum degi birtast fjölbreyttar auglýsingar, atvinna í boði, notuð tæki til sölu, ný og ónotuð eldhústæki og margt fleira. Atvinnu-, og sölusíða veitingabransans er ekki ætluð fyrirtækjum til ...
Tekinn hefur verið í notkun nýr smáauglýsingavefur sem mun taka við af þeim gamla. Leitast var eftir að hafa nýja vefinn mun einfaldari, aðgengilegri og með allri nútímatækni. Nýjustu auglýsingarnar birtast líka á forsíðu veitingageirinn.is Ókeypis að auglýsa Það er líkt og hefur verið í um 20 ár, ókeypis að setja inn smáauglýsingar og mun […]
Flokkurinn Nemapláss var stofnaður fyrir nokkrum árum síðan á smáauglýsingavefnum og hefur ávallt verið vinsæll. Þessi flokkur er fyrir nemendur sem óska eftir plássi í sínu fagi eða meistara og fyrirtæki í veitingabransanum að óska eftir nemum. Það er ókeypis að setja inn smáauglýsingar og hvetjum alla til að nýta sér þennan möguleika.